Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, er gestur laugardagsfundar Varðar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 9. desember 2023 kl. 10.30.
Elliði mun stikla á stóru um stöðuna í íslenskum stjórnmálum út frá reynslu sinni sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ og Ölfusi og vafalaust munu góðar umræður myndast í anda laugardagsfunda Varðar.
Heitt á könnunni!
Félag sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi
Laugardagsfundir Varðar eru öllum opnir og eru haldnir á vegum Varðar og sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Að þessu sinni sér Félag sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi um skipulag fundarins.
Fundurinn á laugardag er sá síðasti á árinu, en næsti laugardagsfundur Varðar verður auglýstur á nýju ári.