Við lækkum skatta og gjöld

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt — einn flokka — lagt áherslu á að stilla skattheimtu í hóf, að fólk haldi sem mestu eftir af eigin fjármunum. Það kann enginn betur að fara með þá en það sjálft. Í þeim efnum höfum við sparað stóru orðin og látið verkin tala:

  • Við lækkuðum neðra þrep tekjuskatts um 3,28 prósentustig, í þremur áföngum 2014, 2015 og 2017.
  • Við afnámum milliþrep tekjuskatts 2017.
  • Við felldum almenn vörugjöld niður 2015.
  • Við lækkuðum efra þrep virðisaukaskattsins úr 25,5% í 24% 2014.
  • Við felldum tolla á flestar vörur niður árin 2016 og 2017.
  • Við hækkuðum frítekjumark fjármagnstekna 2014.
  • Við hækkuðum frítekjumark húsaleigutekna 2016.
  • Við lækkuðum tryggingagjaldið úr 7,69% í 6,85% í þremur áföngum 2014, 2015 og 2016.
  • Við framlengdum ekki eignarskatta vinstristjórnarinnar
  • Við veittum skattafslátt vegna fjárfestinga í nýsköpun 2016.
  • Við lækkuðum stimpilgjöld af fyrstu íbúð um helming 2014.
  • Við veittum skattleysi séreignasparnaðar vegna íbúðakaupa 2015.

 

 

 

 

 

Við viljum halda áfram á þessarri braut. Lækaðu og deildu ef þú ert sammála.