Við höfum tryggt eldri borgurum mestu kjarabætur í áratugi með gagngerum kerfisbreytingum á almannatryggingakerfinu. Með því er kerfið einfaldara og gagnsærra, sanngjarnara og skiljanlegra. Við ætlum að gera enn betur og fjórfalda frítekjumark atvinnutekna.
- Frítekjumarkið verði 100.000 krónur á mánuði frá 1. janúar 2018
Einfaldara, gagnsærra, réttlátara og skiljanlegra kerfi:
-
- Einn flokkur ellilífeyris í stað þriggja og heimilisuppbót til þeirra sem búa einir
- Króna á móti krónu skerðing afnumin
- Frítekjumark óháð tegund tekna tryggt
- 300 þúsund króna lágmarkslífeyrir einstaklinga frá og með 1. janúar 2018
- Séreignasparnaður skerðir ekki greiðslur frá almannatryggingum líkt og í eldra kerfi
Sveigjanleiki til töku lífeyris aukin.
Valkostum einstaklinga varðandi starfslok fjölgar. Annars vegar með því að einstaklingur geta hafið töku lífeyris hvenær sem er á 15 ára tímabili, það er frá 65 til 80 ára aldurs og hins vegar með því að einstaklingur geti tekið hálfan lífeyri og unnið hálfa vinnu.
- Hægt er að hefja töku ellilífeyris frá 65 ára aldri og einnig fresta til 80 ára aldurs.
- Frá 1.janúar 2018 verður hægt að taka 1/2 lífeyri hjá TR og 1/2 lífeyri hjá lífeyrissjóðum ásamt atvinnuþátttöku.