Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins fer með yfirstjórn málefna félagssamtaka launþega innan
vébanda flokksins. Reglur um starfsemi verkalýðsráðs og skipulag launþegasamtaka flokksins skulu settar af fulltrúasamkomu samtakanna.
Tilgangur samtakana er að m.a. vinna að sameiginlegum hagsmunum og menningarmálum launþega, að vinna að víðsýnni og frjálslyndri framfarastefnu í verkalýðshreyfingunni og að standa vörð um sjálfstæði Íslands og lýðveldi. Til þess að ná þessum markmiðum skulu samtökin m.a. beita sér fyrir fræðslu um verkalýðs og þjóðmál, markvissri fræðslu um fundahöld, fundasköp og ræðumennsku og skipulagðri uppbyggingu málfundafélaga, launþegafélaga og ráða sjálfstæðismanna.
Aðild að Verkalýðsráði eiga öll málfundafélög, launþegafélög og ráð sjálfstæðismanna svo og aðrir þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem gegna eða hafa gegnt trúnaðarstörfum innan launþegahreyfingarinnar.
Stjórn Verkalýðsráðs er skipuð formanni, 1. og 2. varaformanni, ritara og meðstjórnendum. Skal hún kosin á aðalfundi og er kjörtímabil hennar á milli aðalfunda. Formaður, 1. og 2. varamaður skulu kosnir sérstaklega en aðrir stjórnarmenn í einu lagi. Stjórnarmenn skulu að lágmarki vera 21.
Lög Verkalýðsráðs má finna hér.
Formaður Verkalýðsráðs er Jón Ragnar Ríkharðsson - jonrikk@gmail.com