Unnur Elín Sigursteinsdóttir

Ég heiti Unnur Elín Sigursteinsdóttir og er að taka mín fyrstu skref í stjórnmálum og Eg býð mig fram í 4-6 sæti. Ég hef setið I stjórn Stefnis í Hafnarfirði um árabil og tók nú í haust einnig sæti í stjórn SUS á landsvísu og hef virkilega gaman að. 

Ég var virkur þátttakandi í félagslífi Flensborgarskólans en ég sat þar sem framkvæmdastjóri nemendafélagsins og var einnig ræðumaður í MORFÍs liði skólans í þrígang. Núna þjálfa ég ræðulið Verzlunarskólans en áður þjálfaði ég Menntaskólann við Sund til úrslita.

Sveitarstjórnarmálin hafa alltaf verið mjög spennandi vettvangur fyrir mér, þar sem ég tel þau fullkominn stað til að hafa raunveruleg áhrif á hag bæjarins og íbúana.

Hafnarfjörður á að vera bæjarfélag sem ungt fólk sér framtíð í. Við þurfum að tryggja raunhæfa möguleika á húsnæði fyrir ungt fólk, við þurfum að tryggja að leik og grunnskólarnir okkar ásamt öllum grunninnviðum bæjarins séu í lagi.

Ég vil að rödd unga fólksins heyrist skýrar í bæjarstjórn og að ákvarðanir séu teknar með framtíðarkynslóðir í huga. Ungt fólk hefur mikin áhuga á pólítík, hægri stefnunni og Sjálfstæðisflokknum og vil ég gefa kost á mér til þess að vera valkostur fyrir þær raddir.

Hafnarfjörður á að vera eftirsótt bæjarfélag fyrir fjölskyldur og ungt fólk. Því við sem búum hér vitum að það er hvergi betra að vera en í firðinum fallega.