Málefnanefndir

Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins hafa umsjón með og skipuleggja málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og skila álitsgerðum sínum og tillögum til landsfundar, flokkráðs og/eða stjórnar flokksráðs. Málefnanefndir undirbúa einnig drög að ályktunum fyrir landsfundi og alþingiskosningar. Allir flokksmenn eiga rétt til þess að taka þátt í störfum málefnanefnda.

Stjórnir málefnanefnda

Á 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram  28. febrúar - 2. mars 2025 var kosið í stjórnir 8 málefnanefnda. Kosnir voru 5 í hverja nefnd. Samkvæmt skipulagsreglum skipar miðstjórn svo að auki fulltrúa í stjórnir viðkomandi nefnda. 

Allsherjar- og menntamálanefnd    

Nefndin fjallar um dóms- og löggæslu­­mál, mannréttinda­­mál, ríkis­borgara­­rétt, neytenda­­mál, málefni þjóð­kirkjunnar og annarra trú­félaga og jafnréttis­mál, svo og um mennta- og menn­ingar­­mál og vísinda- og tækni­mál.

  • Formaður: 
  • Aðrir nefndarmenn: Árni Grétar Finnsson, Björn Jón Bragason, Ingvar Smári Birgisson, Brynhildur Einarsdóttir, Sigríður Hallgrímsdóttir, Hafrún Olgeirsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Jón Pétur Zimsen.

 

Atvinnuveganefnd  

Nefndin fjallar um sjávar­útvegs­­mál, land­búnaðar­­­mál, iðnaðar- og orku­mál, nýsköpun og tækni­­þróun, atvinnu­mál almennt og einnig nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar.

  • Formaður: 
  • Nefndarmenn:  Birta Karen Tryggvadóttir, Bjarni Th. Bjarnason, Baldur Helgi Benjamínsson, Geir Zoega, Örvar Már Marteinsson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Jón Gunnarsson og Njáll Trausti Friðbertsson.

 

Efnahags- og viðskiptanefnd  

Nefndin fjallar um efna­­hags­­mál almennt, viðskipta­­­mál, þ.m.t. banka­­mál, fjármála­­­starfsemi og lífeyris­­­mál, svo og skatta- og tollamál.

  • Formaður: 
  • Aðrir nefndarmenn:  Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, Heiðar Guðjónsson, Sigþrúður Ármann, Þórður Gunnarsson, Kristófer Már Maronsson, Hildur Björnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

 

Fjárlaganefnd

Nefndin fjallar um fjár­mál ríkis­ins, fjár­veit­ingar, eignir ríkis­ins, láns­heimildir og ríkis­ábyrgðir og lífeyris­skuld­bindingar ríkis­sjóðs. Enn fremur skal nefndin annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga.

  • Formaður:  
  • Aðrir nefndarmenn: Steinunn Anna Hannesdóttir, Egill Trausti Ómarsson, Pétur Þór Halldórsson, Þórhallur Harðarson, Magnús Karl Ásmundsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson.

 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndin fjallar um stjórnar­­skrár­­mál, mál­efni for­seta Íslands, Alþingis og stofn­ana þess, kosninga­­mál, málefni Stjórnar­­ráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. Nefndin fjallar um tilkynningar og skýrslur  umboðs­­manns Alþingis og Ríkis­­endur­­skoðunar. Nefndin hefur frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra og verklag þeirra. Nefndin gerir tillögu um hvenær er rétt að skipa rann­sóknar­­nefnd og gefur þinginu álit sitt um skýrslur þeirra.

  • Formaður:  
  • Aðrir nefndarmenn: Sólrún Inga Sverrisdóttir, Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson, Nanna Ósk Jónsdóttir, Ásgeir Örn Loftsson, Halldóra Lillý Jóhannsdóttir, Regína Valdimarsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Bryndís Haraldsdóttir.

 

Umhverfis- og samgöngunefnd  

Nefndin fjallar um um­hverfis­mál, skipu­lags- og byggingar­mál og rann­sóknir, ráðgjöf, verndun og sjálf­bærni á sviði auðlinda­mála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um sam­göngu­mál, þ.m.t. framkvæmda­áætlanir, byggða­mál svo og málefni sveitar­stjórnar­stigsins og verka­skiptingu þess og ríkisins.

  • Formaður:  
  • Aðrir nefndarmenn: Hugrún Elvarsdóttir, Ástrós Björk Viðarsdóttir, Hilmar Ingimundarson, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Guðbergur Reynisson, Jens Garðar Helgason og Ólafur Guðmundur Adolfsson.

 

Utanríkismálanefnd

Nefndin fjallar um sam­skipti við erlend ríki og alþjóða­stofnanir, varnar- og öryggis­mál, útflutnings­verslun, mál­efni Evrópska efna­hags­svæðisins og þróunar­mál, svo og utanríkis- og alþjóða­mál almennt. Samkvæmt 24. gr. þingskapa skal utanríkis­mála­nefnd vera ríkis­stjórn­inni til ráðu­neytis um meiri háttar utanríkis­mál enda skal ríkis­stjórnin ávallt bera undir hana slík mál, jafnt á þing­tíma sem í þing­hléum.

  • Formaður:  
  • Aðrir nefndarmenn: Björn Zoega, Hjörtur J. Guðmundsson, Sigurgeir Jónasson, Jakob Helgi Bjarnason, Kristján Johannessen, Orri Björnsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Diljá Mist Einarsdóttir.

 

Velferðarnefnd

Nefndin fjallar um sjúkra- og lífeyris­trygg­ingar, félags­þjónustu, mál­efni barna, mál­efni aldraðra og mál­efni fatlaðra, hús­næðis­mál, vinnu­markaðs­mál og heil­brigðis­þjónustu.

  • Formaður: 
  • Aðrir nefndarmenn: Bergur Þorri Benjamínsson, Brynjólfur Hauksson, Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, Ingibjörg Zoega Björnsdóttir, Viktor Andersen, Heimir Örn Árnason, Njáll Trausti Friðbertsson og Rósa Guðbjartsdóttir.

 

Upplýsinga- og fræðslunefnd 

  • Formaður: Elsa B. Valsdóttir
  • Aðrir nefndarmenn: Magnús Sigurbjörnsson, Viggó Örn Jónsson, Davíð Ernir Kolbeins, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir og Védís Hervör Árnadóttir.