Þórarinn Örn Andrésson

Ég gef kost á mér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Ég hef búið í Mosfellsbæ svo gott sem alla mína tíð, ólst hér upp og hef svo alið upp mín börn í bænum. Ég hef þannig kynnst grunnskóla- og íþróttastarfi sem og öðrum bæjarmálum frá fyrstu hendi og þekki vel hvað það er gott að búa í Mosfellsbæ.

Ég er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Ég hef starfað í upplýsingatæknigeiranum alla mína starfsæfi, verið framkvæmdastjóri Verkfræðistofunar Vista, hugbúnaðarfélagsins Vista Data Vision og er nú framkvæmdastjóri nýs hugbúnaðarfyrirtækis Oxstone.

Ég hef mikla reynslu af fyrirtækjarekstri og að setja mig inn í ólík verkefni víðsvegar um heiminn. Ég hef byggt upp hugbúnaðarlausnir sem hafa verið notaðar af fyrirtækjum um allan heim við eftirlit á mikilvægum innviðum og þannig hef ég unnið með ólíku fólki frá öllum heimshornum.

Ég vil sjá að Mosfellsbær setji sér það markmið að vera í fremstu röð á öllum sviðum, að við sem bæjarfélag höfum metnað og þor til þess.

Ég óska því eftir stuðningi í 3.sæti á lista okkar Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ til að vinna að þvi að gera góðan bæ ennþá betri.