Reykjavíkurkjördæmi norður nær yfir hálfa Reykjavík. Í kjördæminu eru 11 þingmenn, þar af 2 uppbótaþingmenn. Kjördæmamörk eru þannig: Frá vestri til austurs skiptir Hringbraut, Miklabraut, Ártúnsbrekka og Vesturlandsvegur kjördæmunum þar til komið er að punkti á móts við Sóltorg í Grafarholti. Grafarholtshverfi skiptist áfram milli suður- og norðurkjördæmis um Kristnibraut og Gvendargeisla.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 17,4% atkvæða í kosningunum 2024 í Reykjavíkurkjördæmi norður, er næst stærsti flokkurinn í kjördæminu með tvo þingmenn kjörna.
Þingmenn kjördæmisins:
- Guðlaugur Þór Þórðarson
- Diljá Mist Einarsdóttir