Orri Björnsson

Kæru vinir! 

Ég óska eftir stuðningi ykkar í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði þann 7. febrúar. Fyrir fjórum árum óskaði ég eftir stuðningi ykkar í annað sætið og og náði því með góðum stuðningi ykkar félaga minna í flokknum.  

Nýlega vék Rósa Guðbjartsdóttir úr bæjarstjórn. Við þá breytingu sagði ég upp störfum hjá Algalíf um leið og ég tók við sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.  

Ég er fæddur í Reykjavík árið 1971 en flutti ungur til Hafnarfjarðar. Ég hef hefur búið og starfað víða um heim þar sem ég leiddi ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum. 

Ég hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og gengt fjölmörgum trúnaðarstöðum fyrir flokkinn bæði í Hafnarfirði og á landsvísu. Öll mín störf hafa grundvallast á grunngildum sjálfstæðisstefnunnar um frelsi, ábyrgð og samhygð. 

Á þessu kjörtímabili hef ég verið bæjarfulltrúi, gengt formennsku í skipulags- og byggingaráði, og verið aðalmaður í bæjarráði þangað til að ég tók við sem formaður þess í nóvember síðastliðnum. 

Ég óska eftir þínum stuðningi og sterku umboði flokksmanna til að skipa fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Ég er þess albúinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn svo við getum, af endurnýjuðum krafti, unnið áfram fyrir Hafnarfjörð!  

Facebook síða hér.