Ég hef áhuga á að taka virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og gef því kost á mér í kjöri Varðar til miðstjórnar.
Með setu í stjórn hverfaféalgs og með því að sækja reglulega opna fundi á vegum Sjálfstæðisflokksins, hef ég kynntm ér vel það sem flokkurinn stendur fyrir og vil vinna að framgangi stefnumála hans.
Sjálfur er ég nýkominn á eftirlaunaaldur og hættur í fastri vinnu, en starfaði áður um áratuga skeið sem endurskoðandi í Reykjavík. Auk þess hef ég tekið virkan þátt í starfi eins af íþróttafélögum borgarinnar og verið þar í forystusveit.
Mér finnst nauðsynlegt að málefni borgarinnar séu á forganslista Sjálfstæðisflokksins og vil vinna að því. Í kjölfar borgarstjórnarkosninganna í vor og samhliða öflugu og málefnalegu starfi borgarfulltrúa flokksins, er gott tækifæri til þess nú.
Jafnframt tel ég brýnt að málefnum eldri borgara í Reykjavík og annars staðar sé sómi sýndur og Sjálfstæðismönnum beri að hafa forystu þar um. Ekki síst í ljósi þess að í þeim hópi eru tryggustu kjósendur flokksins.
Ég tel mig hafa þekkingu og reynslu sem gæti nýst vel í umræðum og ákvörðunartöku innan flokksins á næstu árum og óska eftir stuðningi Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum.