Reykjavíkurþing Varðar fer fram dagana 21. og 22. nóvember nk. Á Reykjavíkurþinginu verða línurnar lagðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026, en þingið er opið öllum sjálfstæðismönnum í Reykjavík.
Þingið fer fram í Valhöll á laugardegi, en hliðarviðburður verður á Center Hotels Plaza við Ingólfstorg, síðdegis föstudaginn 21. nóvember. Að lokinni formlegri dagskrá Reykjavíkurþings í Valhöll laugardaginn 22. nóvember, stendur Heimdallur fyrir Reykjavíkurhófi á Hilton Hóteli Nordica við Suðurlandsbraut.
Hér að neðan eru helstu upplýsingar um Reykjavíkurþing.
Skráning á Reykjavíkurþing
Skráning á Reykjavíkurþingið er hafin, en hún fer fram hér. Greiðsla jafngildir skráningu. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum eða í Valhöll á opnunartíma skrifstofu Sjálfstæðisflokksins.
Til hádegis fimmtudaginn 20. nóvember verður í gildi forsöluskráningarverð, 3.900 kr. og sérstakur afsláttur fyrir þá sjálfstæðismenn sem eru á heimdallaraldri, 15-35 ára, 2.400 kr. Eftir það tímamark verður almennt þinggjald 5.500 kr.
Málefnastarfið
Drög að ályktunum verða birt í aðdraganda þingsins, en til miðvikudagsins 19. nóvember verður hægt að koma á framfæri hugmyndum til formanna málefnanefnda þannig þær eigi möguleika á að rata í lokadrög nefndanna sem liggja munu fyrir Reykjavíkurþingi. Athugasemdum má koma áleiðis til formanna með því að senda tölvupóst á Jón Birgi Eiríksson, framkvæmdastjóra Varðar - jonb@xd.is.
- Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd - Þorkell Sigurlaugsson, formaður.
- Fjármálanefnd - Bjarni Pálsson, formaður.
- Menningar- og íþróttanefnd - Signý Pála Pálsdóttir, formaður.
- Umhverfis-, samgöngu- og skipulagsnefnd - Leifur Skúlason Kaldal, formaður.
- Skóla- og frístundanefnd - Jón Pétur Zimsen, formaður.
- Velferðar- og mannréttindanefnd - Elísabet Gísladóttir, formaður.
Föstudagur - 21. nóvember
- 17:00 - 19:00 - Samhristingur í aðdraganda Reykjavíkurþings og afhending fundargagna á Center Hotels Plaza
- Hvernig er að reka fyrirtæki í Reykjavík?
- Kristófer Oliversson, eigandi Center-Hótela, tekur á móti okkur á Center Hotels Plaza við Ingólfstorg í barstemmingu og ræðir við okkur um fyrirtækjarekstur í Reykjavíkurborg og hvar tækifæri eru til bætinga í viðmóti borgarkerfisins.
- Hægt verður að nálgast fundargögn á Center Hótelum Plaza
Laugardagur - 22. nóvember
- 9:00-10:00 - Afhending fundargagna
- 10:00 - Setning Reykjavíkurþings, Albert Guðmundsson, formaður Varðar
- 10:15-12:30 - Málefnastarf í málefnanefndum Reykjavíkurþings
- 12:30 -13:30 - Hádegisverður
- 13:30-15:30 - Afgreiðsla ályktana málefnanefnda
- 15:45-16:15 - Ávörp
- Hildur Björnsdóttir, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður
- Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður
- 16:15-17:00 - Orðið er laust - Hvernig björgum við borginni?
- Almennar umræður meðal fundarmanna úr pontu
- 17:00-17:45 - Afgreiðsla stjórnmálaályktunar
- 17:45-18:00 - Þingslit
- 19:30-21:30 - Reykjavíkurhóf á vegum Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík í Vox Home á Hilton Hóteli Nordica
- Helgi Brynjarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, fer með gamanmál.
- 21:50 - Fyrir áhugasama - Ball með Bandmönnum á Hilton Hóteli Nordica
Fjölmennum á Reykjavíkurþing!
