Auglýst er eftir framboðum til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu sveitarstjórnarkosningum, flokksbundnir sjálfstæðismenn og búsettir á Seltjarnarnesi.
Prófkjörið fer fram laugardaginn 7. febrúar 2026.
Framboðsfrestur rennur út laugardaginn 10. janúar klukkan 20:00.
Framboði er skilað rafrænt inn á mínum síðum á xd.is.
Hver frambjóðandi skal skila inn meðmælum með framboði sínu frá 20 flokksbundnum sjálfstæðismönnum búsettum á Seltjarnarnesi, hið minnsta. Frambjóðendur sjá um að skrá meðmælendur inn á rafræna umsókn með framboði ásamt því að senda undirritanir meðmælenda með umsókn sinni. Frambjóðendur geta nálgast eyðublað til að safna meðmælum í prófkjörinu hér.
Hver og einn frambjóðandi skal skila ljósmynd og allt að 200 orða kynningartexta með framboði sínu. Efnið verður notað til að kynna frambjóðendur. Frambjóðendum er að auki heimilt að láta fylgja með ferilskrá og senda með hlekki inn á heimasíðu, samfélagsmiðla og annað sem tengist framboði þeirra.
Til að framboð teljist gilt skal greiða 25.000 kr. inn á reikning fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, nr. 0342-26-000299, kt. 411184-1299, og senda kvittun á netfangið ingimars@simnet.is
Nánari upplýsinar má finna á xd.is og eins hjá Ingimar Sigurðssyni formanni kjörnefndar í s. 8967800 og netfang: ingimars@simnet.is
