Nanna Björt Ívarsdóttir

Ég heiti Nanna Björt Ívarsdóttir, er 20 ára, uppalin í Mosfellsbæ og stunda nám við lagadeild Háskóla Íslands. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á samfélagsmálum og stjórnmálum og tel mikilvægt að íbúar, ekki síst ungt fólk, taki virkan þátt í að móta framtíð bæjarins.

Mosfellsbær er í stöðugri þróun og ég vil leggja mitt af mörkum með ferskri sýn, nýjum hugmyndum og með því að tala fyrir framtíðarkynslóðir. Ungt fólk á að hafa raunverulega rödd í ákvarðanatöku og fá tækifæri til að hafa áhrif hér og nú.

Ég legg sérstaka áherslu á málefni barna og ungmenna, þar á meðal að efla skóla- og leikskólastarf, styrkja tómstundalíf og skapa umhverfi þar sem ungt fólk fær tækifæri til að blómstra. Jafnframt tel ég mikilvægt að Mosfellsbær sé réttlátt og skilvirkt samfélag þar sem ákvarðanir eru gagnsæjar, sanngjarnar og teknar í þágu íbúanna.

Framsækið samfélag byggir á samspili reynslu og nýrrar hugsunar. Ég er tilbúin að hlusta, læra og vinna af heilindum fyrir bæinn minn. Þess vegna býð ég mig fram í 5.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, sem fram fer 31. janúar 2026, og óska eftir stuðningi ykkar.