
Magnús Ingi Ingvarsson gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram 31. janúar 2026.
Magnús er 32 ára og starfar í dag sem framkvæmdastjóri hjá Þitt öryggi, einn eiganda hjá Reykjavík mma og er einnig formaður Glímufélags Reykjavíkur. Hann er trúlofaður Thelmu Rut Hermannsdóttur og eiga þau saman tvö börn á leik- og grunnskólaaldri. Magnús er fyrrverandi atvinnumaður í bardagaíþróttum og starfaði einnig sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður.
„Ég er fyrst og fremst faðir tveggja barna sem eru að hefja líf sitt í bænum okkar og má því segja að ákvarðanir okkar næstu fjögur árin séu svo sannarlega mín hagsmunamál.“
Mosfellsbær er ört stækkandi sveitafélag og tækifærin liggja víða, leggjum áherslu á innviði og grunnstoðir samfélagsins og tryggjum börnum okkar og afkomendum farsældar í Mosfellsbæ.
„Ég hef starfað með sveitarfélögum á sviðum velferðar, menntamála, íþrótta og tómstundasviða í verkefnum tengdum öryggi, fyrirbyggjandi áætlunum og forvörnum. Ég brenn fyrir málefnum barna og ungmenna og tel að kraftar mínir muni nýtast vel í þeim verkefnum sem framundan eru í okkar frábæra sveitarfélagi.“
