Lárus Gunnarsson

Kæri Seltirningur, 

Ég heiti Lárus Gunnarsson og býð mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ég er fæddur og uppalinn á Nesinu og bý hér í dag ásamt eiginkonu minni, Bergrós Lilju kennara, og börnunum okkar þremur. Ég starfa sem forstöðumaður hjá Símanum og hef bæði reynslu af stjórnun og rekstri úr atvinnulífinu sem og afreksíþróttum sem leikmaður og þjálfari. 

Helstu áherslur:
– Koma kjarnarekstri A-hluta í jafnvægi, halda álögum í hófi og nýta stafræna ferla til raunverulegrar hagræðingar.
– Tryggja að leik- og grunnskólar á Nesinu séu í fremstu röð í gæðum og gagnsæi 

 – Styðja áfram öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og ungmenni.
– Auka félags- og hreyfistarf fyrir eldri borgara í samstarfi við íþrótta- og félagasamtök.
– Setja umferðaröryggi barna og ungmenna í forgang og gæta að hagsmunum Nesbúa í samgöngumálum nágranna okkar.
– Móta skýra framtíðarsýn um uppbyggingu á Eiðistorgi, hlutverk Félagsheimilisins til framtíðar og uppbyggingu á öðrum reitum. 

Ég óska eftir stuðningi þínum í 3. sætið í prófkjörinu framundan. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn leiða bæinn í sókn til framtíðar – byggða á ábyrgum fjármálum, sterkri grunnþjónustu og skýrri framtíðarsýn.  

 

Facebook www.facebook.com/larusgu

Netfang : larusgunnarsson@gmail.com 

Sími : 8652949