Landsfundur 2013

41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í Laugardalshöll dagana 21. - 24. febrúar 2013. Yfirskrift fundarins var „Í þágu heimilanna“. Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð af vel á annað þúsund fulltrúa. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er ein stærsta lýðræðissamkoma á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar.

Ályktanir 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins má finna hér.

Kosningar

Kosningar fóru fram í embætti formanns, 1. og 2. varaformanns. Úrslit urðu þessi:

Formaður

  • Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður flokksins með 939 atkvæðum eða  78,9%.
  • Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut 224 atkvæði eða 18,8%.
  • Halldór Gunnarsson hlaut 19 atkvæði eða 1,6%.

1. varaformaður

  • Hanna Birna Kristjánsdóttir var kjörin 1. varaformaður með 1.120 atkvæðum eða 95%.

2. varaformaður

  • Kristján Þór Júlíusson var kjörinn 2. varaformaður með 695 atkvæðum eða 58,6%.
  • Aldís Hafsteinsdóttir hlaut 489 atkvæði eða 41,2%.

Formenn málefnanefnda

  • Allsherjar og menntamálanefnd: Áslaug María Friðriksdóttir
  • Atvinnuveganefnd: Bryndís Haraldsdóttir
  • Efnahags- og viðskiptanefnd: Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Fjárlaganefnd: Erla Ósk Ásgeirsdóttir
  • Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd: Katrín Helga Hallgrímsdóttir
  • Umhverfis- og samgöngunefnd: Margrét Björnsdóttir
  • Utanríkismálanefnd: Tómas I. Olrich
  • Velferðarnefnd: Kristín Heimisdóttir

Myndbönd af landsfundi 

Hér má finna svipmyndir frá fundinum.

Dagskrá

Dagskrá fundarins má finna hér.