Landsfundur 2025

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að 45. landsfundur Sjálfstæðisflokksins fari fram í Laugardalshöll dagana 28. febrúar – 2. mars 2025.

Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð. Hann er stærsta stjórnmálasamkoma á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar.

Seturétt á landsfund eiga flokksráðsfulltrúar flokksins auk þess sem félög og fulltrúaráð kjósa fulltrúa til setu á fundinum. Sjá nánar hér.

Á næstu vikum mun málefnastarf fyrir fundinn hefjast í þeim 8 málefnanefndum sem starfa innan Sjálfstæðisflokksins. Sjá nánar hér.

Búast má við að félög innan flokksins byrji að kjósa fulltrúa á fundinn fljótlega á nýju ári. Er þeim sem áhuga hafa á að sækja fundinn bent á að hafa samband beint við félögin og að fylgjast með fundarboðum. Sjá lista yfir félög hér.

Allar upplýsingar um fundinn verða birtar á xd.is um leið og þær liggja fyrir.