Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að 45. landsfundur Sjálfstæðisflokksins fari fram í Laugardalshöll dagana 28. febrúar - 2. mars 2025.
Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð. Hann er stærsta stjórnmálasamkoma á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar.
Málefnastarf
- Málefnastarf fyrir fundinn verður í þeim 8 málefnanefndum sem starfa innan Sjálfstæðisflokksins.
- Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins verða með opna fundi í Valhöll dagana 6. og 7. febrúar næstkomandi. Þar gefst flokksmönnum öllum tækifæri til að leggja drög að stefnu flokksins í aðdraganda landsfundar sem fram fer í Laugardalshöll í lok mánaðar.
Auglýst eftir framboðum í miðstjórn
Auglýst er eftir framboðum í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, en skv. skipulagsreglum kýs landsfundur 6 fulltrúa í miðstjórn. Hér skilar þú inn framboði.
- Miðstjórn ber ábyrgð á öllu innra starfi flokksins, hefur eftirlits- og úrskurðarvald um allar framkvæmdir á vegum hans, hefur umráð yfir eignum og gætir þess að skipulagsreglum sé fylgt
Framboð í málefnanefndir
- Á landsfundi er kosið í málefnanefndir flokksins sem hafa það hlutverk að stýra starfi nefnda milli landsfunda og vinna drög að ályktunum fyrir landsfund og eftir atvikum flokksráðsfund. Frestur til að skila framboðum er 24. febrúar. Hér skilar þú inn framboði.
Hér má finna tilboð sem landsfundargestum bjóðast.