
Ég gef kost á mér í 4.–6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, sem fram fer 7. febrúar næstkomandi.
Ég er gift, móðir fimm stúlkna og amma tveggja yndislegra barna. Ég er með bs gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og starfa nú sem framkvæmdastjóri og sérfræðingur hjá APaL, þar sem ég hef aflað mér dýrmætrar reynslu á sviði faglegra vinnubragða, greiningar og stefnumótunar.
Ég er formaður íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar, sit í samráðshópi um málefni fatlaðra og er varamaður í fræðsluráði bæjarins. Þá hef ég áður átt sæti í fjölskylduráði og tekið þátt í fjölbreyttri stefnumótandi vinnu og starfshópum á vegum sveitarfélagsins. Að auki hef ég sinnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði, sem hafa veitt mér víðtæka innsýn í starf flokksins og mikilvægi þess að vinna af heilindum og ábyrgð í þágu íbúanna.
Áherslur mínar eru meðal annars á öflugt skólastarf, fjölbreytt og aðgengilegt íþrótta og tómstundstarf og gott aðgengi að grunnþjónustu. Hafnarfjörður er vel rekið bæjarfélag og það er lykilatriði að svo verði áfram, með ábyrgri fjármálastjórn, skynsamlegri forgangsröðun og stefnu Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi.
Ég gef kost á mér vegna þess að ég vil taka virkan þátt í að móta sterkt, fjölskylduvænt og framsækið samfélag, þar sem velferð íbúanna og ábyrg stjórnun fer hönd í hönd.
Facebook : https://www.facebook.com/profile.php?id=61586706241981
Instagram : https://www.instagram.com/kristjanaoskj/
