Ég gef kost á mér að skipa áfram 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Ég hef skipað 3. sæti framboðslista okkar frá síðustu bæjarstjórnarkosningum, ég er núna forseti bæjarstjórnar og legg fram víðtæka reynslu mína og krafta til að tryggja áfram trausta og farsæla uppbyggingu bæjarins undir forystu okkar sjálfstæðismanna.
Ég lauk doktorsnámi í Bandaríkjunum, hef starfað í atvinnulífinu við tækniþróun og nýsköpun um árabil og er núna prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Ég hef gegnt formennsku Verkfræðingafélags Íslands, unnið með fjölda nýsköpunarfyrirtækja í störfum mínum og með Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði hef ég starfað um langt árabil.
Hafnarfjörður hefur vaxið og dafnað svo eftir er tekið, undir forystu okkar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Stjórnun bæjarfélagsins er traust, mannlífið blómstrar og atvinnulíf er öflugt. Ég legg áherslu á að traustur rekstur bæjarins skili sér áfram í velsæld og hag okkar allra í Hafnarfirði. Fyrir liggja næstu verkefni við uppbyggingu og áframhaldandi viðhald í bænum, brýnar úrbætur í samgöngum og að Hafnarfjörður sé í fremstu röð á höfuðborgarsvæðinu fyrir
fjölskyldur og fólk á öllum aldri, unga sem aldna. Til þess óska ég áfram eftir traustum stuðningi áfram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins laugardaginn 7. febrúar nk
