
Kristín Thoroddsen gefur kost á sér í 1.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 7.febrúar 2026
Ég er fædd og uppalin í Hafnarfirði og bý þar með eiginmanni mínum, Steinarri Bragasyni flugstjóra, saman eigum við fjóra drengi.
Ég er með BS-gráðu í ferðamálafræði og MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Undanfarin átta ár hef ég starfað í fullu starfi sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, formaður fræðsluráðs, hafnarstjórnar og innkauparáðs, sit í stjórn Strætó og samstarfsnefnd skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, ásamt ýmsum tilfallandi störfum.
Undanfarin átta ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið i meirihluta hef ég unnið að fullum krafti og heilindum með öflugum meirihluta. Sú vinna hefur skilað sér í góðum rekstri, öflugri þjónustu og vaxandi samfélagi. Mannlíf, menning og atvinnulíf hefur blómstrað og íbúum fjölgað jafnt og þétt. Það er mikilvægt að tryggja að sú vinna haldi áfram undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Fjölmörg tækifæri og verkefni eru á komandi kjörtímabili. Samgöngumálum þarf að mæta með festu og langtímalausnum og vinna þarf á breiðum grunni að úrbætum í menntun barna okkar.
Ég hef öðlast víðtæka reynslu á undanförnum átta árum til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfriði í komandi kosningum. Ég tel mig geta stækkað flokkinn okkar hér í Hafnarfirði og haldið áfram að skapa íbúum og fyrirtækjum eftirsóknarvert umhverfi með stefnu Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi. Með skýrri sýn og heildarhagsmuni bæjarbúa gerum við Hafnarfjörð að enn betra bæjarfélagi.
Ég býð fram reynslu mína, þekkingu og krafta í 1. sæti og mun vinna að ábyrgð og auðmýkt með Hafnfirðingum og fyrir Hafnarfjörð.
Facebook : https://www.facebook.com/kristinmariathoroddsen
Netfang kristin.thoroddsen@gmail.com
