Júlíus Freyr Bjarnason

Júlíus Freyr Bjarnason heiti ég og er 24 ára Vélfræðingur, vélstjóri og rafvirki. 17 ára gamall stofnaði ég fyrsta fyrirtækið mitt sem er orðið virkilega öflugt fyrirtæki sem starfar bæði fyrir íslensk og erlend stórfyrirtæki. Fyrir fjórum árum var ég fyrst á lista okkar sjálfstæðismanna í Hafnarfirði sem var mikil reynsla. Ég hef verið varamaður í umhverfis og framkvæmdarráði á síðasta kjörtímabili auk þess sem ég er skipaður varamaður í skólanefnd Flensborgarskólans.

Ég hef reynslu víða úr samfélaginu og vill meina að ég tali vel til fjölbreyttra hópa, ég tilheyri ungu kynnslóðinni, er iðnaðarmaður framm í fingurgóma en einnig er ég frumkvöðull og fyrirtækjaeigandi, sem hefur skilað mér mikilli reynslu síðastliðin 8 ár frá því að ég hóf rekstur. Ég hef alltaf verið mikill íþróttamaður og mun ég berjast fyrir áframhaldandi fjölbreytni og uppbyggingu á því sviði í bænum auk þess sem ég mun nýta þekkingu mína á sviði iðnaðar til að byggja upp þekkingu á framkvæmdum meðal þeirra sem stýra bænum.