Jarl Sigurgeirsson
Ég er fæddur í Eyjum 1967 hef búið þar allt mitt líf.
Ég hef verið virkur í störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum frá 2006. Hef setið í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í ýmsum embættum og verið formaður fulltrúaráðs frá árinu 2017.
Ég hef setið í ráðum fyrir flokkinn í sveitarstjórn frá 2006. Sat einnig í 10. sæti á lista flokksins í alþingiskosningum 2016 og 2017. Tók þátt í prófkjöri fyrir síðustu alþingiskosningar, hafnaði í 6. sæti og er því 3. varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi.
Ég er með skipstjórnarréttindi, B.Ed gráðu í kennslufræðum og mastersgráðu í menningarstjórn.
Ég var sjómaður til 20 ára en starfa nú sem skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, stjórna Lúðrasveit Vestmannaeyja og sinni margvíslegum áhugamálum svo sem tónlist, endurohjól ofl.
Ég brenn fyrir félagsmál, er félagi í margvíslegum félögum og legg mig fram um að vera virkur í þeim.
Ég hef setið tvö ár í miðstjórn flokksins eftir að hafa náð endurkjöri á síðasta aðalfundi kjördæmisráðs og óska eftir stuðningi til að vera þar áfram.