Ingveldur Anna Sigurðardóttir gefur kost á sér í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á aðalfundi kjördæmisráðs í Suðurkjördæmi þann 1. apríl 2023
Ingveldur er fædd 1997 Hún býr í Varmahlíð undir Eyjafjöllum. Ingveldur er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og starfar hjá Sýslumanninum á Suðurlandi
Ingveldur hefur setið í miðstjórn síðasta ár. Hún er varaþingmaður síðan 2021. Þá er hún 2. varaformaður SUS og formaður Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu.
Samhliða námi var hún virkur þáttakandi í stúdentapólitíkinni og var m.a. forseti Vöku hagsmunafélags stúdenta og sat sem aðalfulltrúi í stúdentaráði.