Ég gef kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram 31. janúar 2026 og sækist eftir 4. sæti. Á kjörtímabilinu hef ég starfað sem varabæjarfulltrúi og tekið virkan þátt í nefndarstörfum, meðal annars sem aðalmaður í fræðslunefnd og menningar-, íþrótta- og lýðheilsunefnd, ásamt því að vera varamaður í skipulagsnefnd.
Ég er landfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands með framhaldsmenntun í kortagerð og landmælingum frá Danmörku og er löggiltur merkjalýsandi. Ég rek eigið ráðgjafafyrirtæki í Mosfellsbæ og hef um árabil unnið að fjölbreyttum verkefnum fyrir sveitarfélög og stofnanir um allt land. Sú reynsla hefur kennt mér mikilvægi faglegra vinnubragða, ábyrgðar og skýrra ákvarðana í stjórnsýslu.
Í mikilvægum málum ber kjörnum fulltrúum að leita til fagfólks, hlusta á sérfræðiþekkingu og byggja ákvarðanir á staðreyndum, ekki tilfinningum eða hentistefnu. Þannig tryggjum við vandaða stjórnsýslu, betri nýtingu fjármuna og ákvarðanir sem standast tímans tönn.
Ég er giftur Klöru Gísladóttur, kennara í Helgafellsskóla. Við eigum saman þrjú börn og eitt barnabarn og er fjölskyldan sterk tenging mín við samfélagið hér í Mosfellsbæ.
Ég býð mig fram af ábyrgð, reynslu og einlægum vilja til að leggja mitt af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar Mosfellsbæjar
