Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir er alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur setið á Alþingi  fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður 2017 og síðan 2021. Hildur situr í miðstjórn og framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hún er jafnframt fyrrum borgarfulltrúi í Reykjavík og var aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2018-2021. Hildur hefur um langt árabil gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, m.a. setið í stjórnum hverfafélaga í Reykjavík og gegnt formennsku í málefnanefndum.

Hildur er með lögmannsréttindi og starfaði um árabil við lögmennsku. Þá skrifaði hún einnig reglulega pistla í Fréttablaðið.