Helga Björg Loftsdóttir, varabæjarfulltrúi og verkefnastjóri, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Helga vill fá tækifæri til að gera enn betur og tryggja að rödd ungs fólks fái raunverulegt vægi í ákvarðanatöku bæjarins.
Hafnarfjörður er einstakur bær og þar á áfram að vera best að búa. Helga ber hag barnafjölskyldna sérstaklega fyrir brjósti. Hún mun beita sér fyrir öflugri þjónustu og samgöngum fyrir alla og áframhaldandi uppbyggingu íbúða fyrir ungt fólk. Þá leggur Helga ríka áherslu á að Hafnarfjörður sé vel rekinn þar sem skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins er leiðarljós, Hafnfirðingum öllum til heilla.
Helga hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, setið í ráðum og nefndum og áður setið í stjórnum LS og SUS. Í dag situr hún í Hafnarstjórn ásamt því að vera formaður Stefnis. Helga flutti heim frá London árið 2023 eftir að hafa lokið þar MSc gráðu í fjármálum fyrirtækja, en þar á undan lauk hún tvöfaldri BSc gráðu í viðskipta- og sjávarútvegsfræði á Akureyri. Helga starfar sem verkefnastjóri hjá Samhentum.
Helga er uppalin í Hafnarfirði. Maður hennar er Remmel Kane Osei-Brissett og saman eiga þau eina dóttur, Ísabellu Ósk.
,,Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt öfluga uppbyggingu í Hafnarfirði undanfarin 12 ár. Ég vil halda þeirri vegferð áfram – af ábyrgð, krafti og með skýra framtíðarsýn.”
Með Helgu í 3. sætið fær flokkurinn unga konu með sterka rödd sem er tilbúin að takast á við krefjandi verkefni. Ræturnar, hjartað og eldmóðurinn hjá henni er í Hafnarfirði.
