Guðbjörg Oddný Jónasdóttir

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, sækist eftir 2 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. 

Guðbjörg býr yfir víðtækri reynslu af bæjarmálum. Sem formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs ásamt menningar- og ferðamálanefndar, hefur hún sýnt í verki metnað sinn í þágu bæjarfélagsins. Hún leggur ríka áherslu á að byggja ofan á þann góða árangur sem náðst hefur í Hafnarfirði undir forystu Sjálfstæðisflokksins síðustu 12 ár; að tryggja öfluga innviði, blómstrandi menningarlíf og einfalda líf fjölskyldna. 

Guðbjörg hefur verið mjög virk í starfi Sjálfstæðisflokksins um árabil. Hún er varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og situr í málefnanefnd flokksins um umhverfis- og samgöngumál ásamt því að vera í stjórn fulltrúaráðsins hjá flokknum í Hafnarfirði. Samhliða kjörnum störfum starfar hún sem samskiptastjóri hjá Benchmark Genetics og hún hefur lokið MA-gráðu í alþjóðasamskiptum og BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. 

Guðbjörg er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún er gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi, og eiga þau þrjú börn. 

Með Guðbjörgu í 2. sæti fær flokkurinn öflugan, reynslumikinn og traustan fulltrúa sem þekkir starfsemi bæjarins út og inn. 

„Ég óska eftir stuðningi þínum til að halda áfram að vinna af heilindum og krafti fyrir Hafnfirðinga.“ 

Vefsíða : www.gudbjorg.is 

Facebook : https://www.facebook.com/guggao  

Instagram : www.instagram.com/guggao/