Halldór Blöndal situr í miðstjórn sem formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna (SES).
Halldór hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálum og sat á Alþingi og í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil. Hann var landskjörinn alþingismaður fyrir Norðurland eystra 1979–1983, alþingismaður Norðurlands eystra 1983–2003 og alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007.
Halldór sat í ríkisstjórn alls í átta ár. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991–1995 og samgönguráðherra 1995–1999. Þá var Halldór forseti Alþingis á árunum 1999–2005. Sjá nánar á vef Alþingis hér.
Netfang: halldorblondal@simnet.is