Flokksráðs- og formannafundur verður haldinn laugardaginn 28. ágúst. Fundurinn hefst kl. 10:00.
Seturétt á flokksráðs- og formannafundi eiga allir sem eiga aðild að flokksráðinu og allir formenn félaga og ráða í flokknum.
Fundargestir geta skráð sig á staðnum á fundardag.
Fundarstaðir
Fundurinn verður á nokkrum stöðum á landinu og munu fundirnir allir sameinast með rafrænum hætti í einn stóran rafrænan fund sem stýrt verður af yfirfundarstjóra frá einum stað.
- Reykjavík, Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2.
- Ísafjörður, Sjallinn, Hafnarstræti 20.
- Akureyri, Vitinn, Strandgötu 53.
- Egilsstaðir, Hótel Hérað, Miðvangi 1-7.
- Höfn, Sjálfstæðishúsið, Kirkjubraut 3.
- Vestmannaeyjar, Ásgarður, Heimagötu 35.
- Blönduós, Félagsheimilið Húnabraut 6.
Til að taka þátt í fundinum er nauðsynlegt að mæta á einhvern fyrrnefndra staða.
Fundarsköp fundarins má finna hér.