Ég heiti Eva Björk Harðardóttir og ég sækist 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri til bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði þann 16.maí nk.
Ég er gift Þorsteini M Kristinssyni, aðalvarðstjóra í lögreglunni á Suðurlandi. Við eigum á 6 börn og 7 barnabörn og eigum heima á Álfaskeiði 24 í Hafnarfirði. Í dag er ég að vinna í mastersnáminu mínu í opinberri stjórnsýslu auk viðbótardiplómu í alþjóðasamskiptum.
Frá árinu 2000 hef ég ásamt öðrum störfum rekið fyrirtækið okkar, Hótel Laka hjá Kirkjubæjarklaustri, en á síðustu 20 árum hefur hótelið vaxið úr lítilli ferðaþjónustu upp í 40 manna vinnustað þegar mest er.
Ég er einnig kennaramenntuð og bý að þeirri reynslu sem lífið og störf mín hafa gefið mér í 57 ár.
Ég hef starfað sem oddviti Skaftárhrepps í sjö ár, sinnt formennsku fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ásamt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn eins og setu í miðstjórn, vinnu með umhverfis- og samgöngunefnd flokksins milli landsþinga og ýmislegt fleira, bæði á Suðurlandsvísu og eins á landsvísu.
Síðastliðin þrjú ár hef ég starfað í stjórn Fulltrúarráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði ásamt því að sitja í stjórn Vorboða.
Ég hef alla tíð starfað mikið að félagsmálum og þekki mikilvægi þess í öllum samfélögum.
Ég brenn fyrir betri samgöngum, góðri og faglegri þjónustu við íbúana og er tilbúin til að helga mig þjónustu við okkar flotta bæjarfélag næsta kjörtímabilið.
Facebook : https://www.facebook.com/profile.php?id=100004363243214
