Elísabet S. Ólafsdóttir

Kraftur – þekking – reynsla

Ég gef kost á mér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 31. janúar. Ég er lærður sáttamiðlari frá MII, Mediators Institute of Ireland, og starfaði sem skrifstofustjóri og sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara í 40 ár.

Ég flutti í Mosfellsbæ 1979 og hef tekið þátt í ýmsum félagsstörfum í bænum: sat ma. í stjórn  Foreldrafélags grunnskólans, Sunddeildar Aftureldingar og Skátafélagsins Mosverja og er núna formaður Sóknarnefndar Lágafellssóknar.

Einnig hef ég gengt trúnaðarstörfum fyrir Rótarý-hreyfinguna um árabil og tek við sem  umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi á næsta ári.

Ég á tvö börn: Evu Hrönn Jónsdóttur sem er lögmaður og Stefán Óla Jónsson sem er sérfræðingur í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu.

Um langt árabil hef ég tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins bæði í Mosfellsbær og á landsvísu.  Verið í stjórnum Sjálfstæðisfélags Mosfellinga og Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna, lengst af sem formaður Fulltrúaráðs. Ég hef setið í stjórn kjördæmisráðs SV-kjördæmis, var formaður þess um tíma og átt sæti í miðstjórn flokksins.

Ég hef fylgst með Mosfellsbæ dafna undanfarna áratugi og ég tel mig hafa þekkinguna, reynsluna og kraftinn til að gera góðan bæ enn betri. Þess vegna gef ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

Elísabet S. Ólafsdóttir