Dagskrá Hringferðar Vesturland og Vestfirðir

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heldur hringferð sinni áfram dagana 20. - 22. apríl. Farið verður í vinnustaðaheimsóknir og fundað með sveitarstjórnarfólki á Akranesi, í Dalabyggð og á Vestfjörðum, auk þess sem haldnir verða opnir fundir, dagana 20. – 22. apríl.

Hægt er að fylgjast með hringferðinni á samfélagsmiðlum Sjálfstæðisflokksins meðan á henni stendur og á xd.is.

 

FIMMTUDAGURINN 20. APRÍL – SUMARDAGURINN FYRSTI

Fimmtudaginn 20. apríl fer þingflokkurinn á Akranes, Dalabyggð og endar á Patreksfirði

Kl. 12:00 verður Sumarkaffi á Kaffi Kaju á Akranesi. Öll velkomin.

Kl. 19:30 verður opinn kaffifundur í félagsheimilinu á Patreksfirði. Öll velkomin.

 

FÖSTUDAGURINN 21. APRÍL

Föstudaginn 21. apríl fer þingflokkurinn frá Patreksfirði á Tálknafjörð, Bíldudal, Flateyri, Ísafjörð og í Bolungarvík.

Kl. 17:00 verður opinn fundur í Verbúðinni í Bolungarvík. Öll velkomin.

 

LAUGARDAGURINN 22. APRÍL

Laugardaginn 22. apríl mun þingflokkurinn heimsækja vinnustaði í Súðavík og Hólmavík.

 

Ferðin er hluti af fimmtu hringferð þingflokksins þar sem þingflokkurinn heimsækir flest byggðarlög vítt og breitt á landinu. Í febrúar á þessu ári fór þingflokkurinn hringinn í kringum landið að meðtöldu Snæfellsnesi. Síðar á árinu mun þingflokkurinn heimsækja Vestmannaeyjar og höfuðborgarsvæðið.