Björn Jóhannesson

Við fjölskyldan höfum búið hér á Nesinu í tæp 14 ár og á þeim tíma hef ég notið þeirra forréttinda að geta tekið virkan þátt, skipulagt og fylgst með því frábæra skóla-, íþrótta-, tónlistar- og félagsstarfi sem boðið er upp á í sveitarfélaginu okkar.  Nú langar mig að bjóða fram starfskrafta mína í þága allra íbúa sveitarfélagsins. 

Áherslur mínar eru fyrst og fremst sjálfbær rekstur sveitarfélagsins sem byggist á skýrri sýn, umhyggju og ábyrgð í fjármálum sveitarsveitarfélagsins og að Seltjarnarnes haldi áfram að bjóða börnum sínum upp á bestu mögulega menntun.  Á ég þar við menntun í víðum skilningi en auk leik- og grunnskólanna þá skiptir öflugt tónlistar-, íþrótta- og æskulýðsstarf miklu þegar kemur að öryggi, heilbrigðri mótun og uppbyggingu sjálfstæðra einstaklinga.   

Ég ólst upp í Vesturbænum en hef alið upp þrjú börn á Nesinu ásamt konunni minni, Íris Örnu Jóhannsdóttur, lögfræðingi. Börnin okkar eru Edda Ágústa (2004), Jóhannes Karl (2007) og Kristján Tómas (2010). 

Ég er hagfræðingur að mennt, talnaglöggur, mátulega skipulagður og óhræddur við að taka ákvarðanir en umfram allt ber ég langtíma hagsmuni samfélags okkar fyrir brjósti. Þess vegna býð ég mig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðiflokksins á Seltjarnarnesi og óska góðfúslega eftir stuðningi þinum.