Birkir Snær Brynleifsson

Birkir Snær Brynleifsson er 22 ára, fæddur og uppalinn Hafnfirðingur og býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Birkir er að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum en hefur þó tekið virkan þátt í ungliðastarfi flokksins um árabil og verið stjórnarmeðlimur Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði frá árinu 2021. Í stjórnartíð Birkis í Stefni hefur félagið stækkað mikið og er ljóst áhugi ungs fólks á starfinu hefur aukist til muna síðustu ár. Birkir er núverandi formaður Orators, félags laganema við Háskóla Íslands.  

Birkir hefur jafnframt tekið virkan þátt í stúdentapólitíkinni í Háskóla Íslands en hann sat í Stúdentaráði frá 2024-2025 fyrir hönd Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, eftir að hafa setið í þriðja sæti á lista félagsins á Félagsvísindasviði, einnig sat hann í stjórn Vöku árin 2024-2025. 

Áherslur Birkis í bæjarmálum eru þær sem höfða til ungs fólks og er það einna helst húsnæðisvandinn en það er forgangsmál hans að ungt fólk hafi eigi kost á því að kaupa sína fyrstu eign. 

Einnig leggur Birkir áherslu á öflugt atvinnulíf og telur hann sveitarfélagið eiga að auðvelda fólki í rekstri fyrir í stað þess að leggja stein í götu þess með óþarfa hindrunum og regluverki, Hafnarfjörður á að vera aðlaðandi bæjarfélag fyrir þá sem vilja standa í rekstri.  

Að lokum vill Birkir að það sé gott að búa í Hafnarfirði og að Hafnarfjörður verði eftirsótt bæjarfélag, til þess þurfa álögur á bæjarbúa að vera sem lægstar og sú þjónusta sem bæjarfélagið veitir að vera framúrskarandi.