Ég heiti Ásgeir Sveinsson og býð mig fram í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Ég hef setið í bæjarstjórn og bæjarráði í Mosfellsbæ undanfarin 8 ár og hef mikla þekkingu og reynslu í sveitarstjórnarmálum og sem stjórnandi í atvinulífinu.
Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og mosfellinga og sveitarstjórnarmálum. Í störfum mínum sem bæjarfulltrúi hef ég kynnst bænum okkar frá ólíkum sjónarhornum og unnið náið með íbúum, starfsfólki bæjarins og félagasamtökum.
Ég sit í dag sem oddviti flokksins í bæjarstjórn, en hef ákveðið að bjóða mig fram í nýtt og spennandi hlutverk á listanum fyrir næstu kosningar og býð mig fram í 6. sæti á listans.
D-listinn í Mosfellsbæ er með háleit markmið fyrir næstu kosningar og með öflugri stefnu og frambjóðendum ætlum við að gera 6. sætið að baráttusæti í komandi kosningum. Það er spennandi markmið og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum með reynslu minni og þekkingu í þá baráttu.
Áherslur mínar sem bæjarfulltrúi hafa ávallt verið, ábyrg fjármál, skýr forgangsröðun og uppbygging innviða fyrir skóla, leikskóla, íþróttaaðstöðu, velferðarmál og þjónustu við eldri borgara.
Ég vil áfram vinna að öflugum og sjálfbærum Mosfellsbæ, þar sem ákvarðanir eru teknar af ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir fjármunum skattgreiðenda og fólkinu sem býr í Mosfellsbæ.
Ásgeir Sveinsson
Bæjarfulltrúi
Oddviti D-lista
