Ásgeir G. Bjarnason er fæddur og uppalinn seltirningur, Gróttumaður í húð og hár, foreldri, afi og langafi.
Ég hef keppt í handbolta, fótbolta, borðtennis, minnibolta á skíðum undir merki Gróttu. Ég hef verið í stjórn Gróttu, dæmt handbolta, verið tímavörður, grillað hamborgara á heimaleikjum í fótboltanum, farið í keppnisferðir sjálfur og með börnum sem foreldri.
Í dag er ég í stjórn Golfklúbbsins Ness og hef nú meira snúið mér að golfinu. Mig langar að láta til mín taka í bæjarmálunum. Ég brenn fyrir lýðheilsu, hvort sem er fyrir unga eða þá sem eldri eru. Ég vil vernda vestursvæðin og njóta þeirra, ég vil ekki Borgarlínu og vil ef ég get, beita áhrifum mínum á að hún verði minni í sniðum og tillit verði tekið til okkar sem þurfum að komast um borgina. Það er of seint að stoppa hana en það er hægt að draga úr umfanginu, nýta það fjármagn sem í boði er til að tryggja greiðar samgöngur allra líka þeirra sem þurfa að fara ferða sinna í bíl.
Það er gott að búa á Seltjarnarnesi og ég vil taka þátt í því að þar verði áfram gott að búa.
Ég býð mig fram í 3-5 sæti.
