Andrea Sigurðardóttir

Andrea Sigurðardóttir er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík ásamt því að vera formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur um langt árabil gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Andrea er með mastersgráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Hún á að baki áralangan feril úr atvinnulífinu en hefur undanfarin ár að mestu starfað sem blaðamaður, í dag á Morgunblaðinu en áður á Viðskiptablaðinu.