Alþjóðasamstarf

Sjálfstæðisflokkurinn tekur virkan þátt í ýmsu alþjóðasamstarfi. Flokkurinn tekur bæði þátt í samstarfi flokkahópa sem og í tvíhliða samstarfi við ýmsa systurflokka svo sem íhaldsflokka Bretlands, Noregs, Danmerkur og Færeyja, CDU í Þýskalandi o.fl.

Meðal helstu flokkahópa sem Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í er Flokkahópur hægrimanna í norrænu og evrópsku samstarfi.

Flokkahópur hægrimanna í norrænu samstarfi

Auk Sjálfstæðisflokksins eiga aðild að samstarfi norrænu flokkanna sjö íhaldsflokkar á Norðurlöndum.  Flokkarnir eru: Danski Íhaldsflokkurinn, Fólkaflokkurinn í Færeyjum, Hægriflokkurinn í Noregi, Moderaterna í Svíþjóð, Moderaterna á Álandseyjum, Óháði flokkurinn á Álandseyjum og Kokoomus í Finnlandi.

Samstarfið fer að mestu fram á vettvangi Norðurlandaráðs en þó starfar hópurinn jafnframt utan þess. Flokkarnir vinna að framgangi sameiginlegra hugsjóna innan norræns samstarfs og skipuleggja sig á vettvangi flokkahópsins.  Hér má nálgast frekari upplýsingar um flokkahópinn.

Flokkahópur systurflokka á Evrópuþinginu

Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að samstarfi systurflokka á Evrópuþinginu sem kallast EPP. EPP er stærsta flokkagrúppan á Evrópuþinginu og þar eiga aðild stjórnmálaflokkar frá öllum ESB ríkjunum auk fleiri ríkja, s.s. Noregs, Serbíu, Albaníu, Íslands og fleiri - sjá nánar hér.

Með samstarfinu gefst fulltrúum Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og að leggja fram sínar pólitísku áherslur varðandi þingmál sem liggja fyrir Evrópuþinginu.