Almenn skilyrði til þátttöku í prófkjöri

Frambjóðendur sem hyggjast taka þátt í prófkjöri á vegum Sjálfstæðisflokksins þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til þátttöku:

  • Frambjóðandi í prófkjöri þarf að vera flokksbundinn.
  • Frambjóðandi þarf að undirrita eigin hendi yfirlýsingu þess efnis að hann/hún gefi kost á sér til þátttöku í prófkjörinu. Á slíkri yfirlýsingu skal koma fram fullt nafn, kennitala, starfsheiti/staða, heimilisfang, símanúmer og netfang frambjóðanda.
  • Hverju framboði skulu fylgja meðmæli 20-100 flokksfélaga sem lögheimili eiga í kjördæminu. Kjörnefnd ákveður hámarksfjölda meðmælenda. Skulu þeir undirrita nafn sitt, kennitölu, heimilisfang og netfang á þar til gert eyðublað þar sem skýrt kemur fram með hvaða frambjóðanda mælt er með. Í haus eyðublaðs skal koma fram a.m.k. nafn og kennitala viðkomandi frambjóðanda.
  • Frambjóðandi skal greiða þátttökugjald í prófkjörinu sem kjörnefnd viðkomandi kjördæmis ákveður. Framboð telst ekki gilt fyrr en gjaldið hefur verið greitt skv. nánari ákvörðun kjörnefndar.
  • Frambjóðandi skal greiða tryggingu til Sjálfstæðisflokksins við afhendingu kjörskrár. Upphæð tryggingar er ákveðin af skrifstofu Sjálfstæðisflokksins og er hún að fullu endurgreidd þegar eintaki af kjörskrá hefur verið skilað og/eða eytt með fullnægjandi hætti. Frambjóðandi undirritar trúnaðaryfirlýsingu um meðferð kjörskrár og eið þess efnis að viðkomandi muni í einu og öllu fylgja reglum flokksins og landslögum við meðferð skrárinnar.
  • Á meðan prófkjöri stendur skal allt efni sem frambjóðendur senda frá sér í ræðu og riti vera á ábyrgð og í nafni viðkomandi frambjóðanda. Óheimilt er að merkja slíkt efni með merkjum flokksins. Einnig er óheimilt að setja slíkt efni fram með öðrum hætti í nafni Sjálfstæðisflokksins.
  • Frambjóðandi skal kynna sér prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins og fylgja þeim - en umfram þau atriði sem hér eru upptalin er vísað nánar í þær.

Framkvæmd prófkjörs til Alþingis er á ábyrgð kjörnefndar í hverju kjördæmi og eftir atvikum yfirkjörstjórnar sem starfar í umboði kjörnefndar.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í s. 515-1700.