Kæru vinir.
Nú er komið að aðalfundi í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 5. febrúar nk. í húsnæði félagsins, Hverafold 1-3, kl. 19:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
- Reikningsskil.
- Skýrslur nefnda.
- Kjör stjórnar og skoðunarmanna.
- Kjör fulltrúa í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
- Tillögur um lagabreytingar.
- Önnur mál.
Við hvetjum þá sem hafa áhuga á því að taka þátt í starfi félagsins til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Við tökum vel á móti öllum.
Þeir sem bjóða sig fram skulu senda póst með fullu nafni, kennitölu og símanúmeri, á netfangið fsg@xd.is eigi síður en tveimur sólarhringum fyrir boðaðan aðalfund.
Fyrir hönd stjórnar,
Atli Guðjónsson, formaður.

