19. janúar 2026

Prófkjör í Múlaþingi 28. febrúar 2026

Auglýst er eftir framboðum til prófkjörs D lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Í prófkjörinu verður valið í fjögur efstu sæti listans.
Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu sveitarstjórnarkosningum, skráðir í Sjálfstæðisflokkinn og búsettir í Múlaþingi.
Prófkjörið fer fram laugardaginn 28. febrúar 2026.
Framboðsfrestur rennur út laugardaginn 7. febrúar n.k. kl. 23.59.
Framboði er skilað rafrænt inn á mínum síðum á xd.is. Hver frambjóðandi skal skila inn meðmælum með framboði sínu frá 20 flokksbundnum félögum búsettum í Múlaþingi, hið minnsta. Frambjóðendur geta nálgast eyðublað til að safna meðmælum í prófkjör hér.
Hver og einn frambjóðandi skal skila ljósmynd og allt að 200 orða kynningartexta með framboði sínu. Efnið verður notað til að kynna frambjóðendur. Frambjóðendum er að auki heimilt að láta fylgja með ferilskrá og senda með hlekki inn á heimasíðu, samfélagsmiðla og annað sem tengist framboði þeirra.
Allar nánari upplýsingar veitir Hilmar Gunnlaugsson formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Sími 861 1840, netfang: hilmargunnlaugsson@mac.com.
Í kjörnefnd sitja auk Hilmars, Antoníus Bjarki Halldórsson frá félagi ungs Sjálfstæðisfólks í Múlaþingi, Ágústa Björnsdóttir og Jakob Sigurðsson frá Sjálfstæðisfélaginu á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystri, Elís Hlynur Grétarsson frá Sjálfstæðisfélaginu á Djúpavogi, Herdís Magna Gunnarsdóttir frá Sjálfstæðiskvennafélaginu Auður, Austurlandi og Sveinbjörn Orri Jóhannsson frá Sjálfstæðisfélaginu Skjöldur, Seyðisfirði.