14. janúar 2026

Sjálfkjörið í kjörnefnd Varðar og kosningu aflýst

Vakin er athygli á því að sjálfkjörið var í kjörnefnd Varðar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Auglýstri kosningu sem átti að fara fram í Valhöll í dag frá kl. 10:00 til 18:00 er því aflýst.

Eftirtaldir einstaklingar eru sjálfkjörnir í kjörnefnd Varðar:

  • Erla Ósk Ásgeirsdóttir
  • Heimir Hannesson
  • Magnús Geir Sigurgeirsson
  • Nanna Kristín Tryggvadóttir
  • Sandra Hlíf Ocares
  • Signý Pála Pálsdóttir
  • Sigríður Ragna Sigurðardóttir
  • Þórdís Pálsdóttir

Heildarskipan nefndarinnar verður birt á vef Sjálfstæðisflokksins síðar í dag, en auk framangreindra skipar stjórn fulltrúaráðsins þrjá meðlimi. Þá skipa félögin Heimdallur, Hvöt, Óðinn og Félag eldri sjálfstæðismanna í Reykjavík einn hvert.

Yfirkjörstjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík