Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð samþykkti tillögu stjórnar um að röðun fari fram við val á sex efstu sætum framboðslista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 16. maí 2026.
Á fundinum sem fram fór þann 10. desember á Reyðarfirði var jafnframt samþykkt að boðað yrði til fundar þann 14. febrúar, þar sem kosið verður um sex efstu sætin. Stillt verður upp í þau sæti sem koma þar á eftir. Tillaga stjórnar var samþykkt samhljóða.

