4. desember 2025

Röðun í efstu fjögur sætin á Akureyri

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti tillögu stjórnar um að röðun fari fram við val á fjórum efstu sætum framboðslista við sveitarstjórnarkosningar vorið 2026 á fundi sínum á þriðjudagskvöld.

Tillagan var samþykkt með auknum meirihluta, tveimur þriðju atkvæða, í samræmi við reglur Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúaráðið samþykkti að auki tillögu um að tvöfalt fulltrúaráð, aðal- og varamenn, komi saman við valið og það fari fram eigi síðar en laugardaginn 7. febrúar nk. Kjörnefnd tekur ákvörðun um dagsetningu röðunar innan þess tímaramma.
Á fundinum var kjörnefnd til að sjá um ferlið fram að afgreiðslu framboðslista kjörin. Í henni eiga sæti níu fulltrúar - fjórir frá fulltrúaráði og einn frá hverju sjálfstæðisfélagi.
Fulltrúaráð
Aðalmenn:
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir, Jósavin Arason, Karl Guðmundsson, María H. Marinósdóttir
Varamenn:
Jóhann Gunnar Kristjánsson, Atli Þór Ragnarsson
Málfundafélagið Sleipnir
Aðalmaður: Stefán Friðrik Stefánsson – Varamaður: Harpa Halldórsdóttir
Sjálfstæðisfélag Akureyrar
Aðalmaður: Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson – Varamaður: Daníel Sigurður Eðvaldsson
Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri
Aðalmaður: Hafþór Hermannsson – Varamaður: Gunnlaugur Geir Gestsson
Vörn, félag sjálfstæðiskvenna á Akureyri
Aðalmaður: Gerður Ringsted – Varamaður: Aðalheiður Steina Guðmundsdóttir
Sjálfstæðisfélag Hríseyjar
Aðalmaður: Valdemar Karl Kristinsson – Varamaður: Kristinn Frímann Árnason