3. desember 2025

Prófkjör í Rangárþingi ytra 7. febrúar

Á fundi Sjálfstæðisfélagsins Fróða og Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu í gærkvöldi var ákveðið að halda prófkjör til uppröðunar efstu sæta á D-lista sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Prófkjörið fer fram 7. febrúar næstkomandi. Kjörnefnd var skipuð og mun hún undirbúa og framkvæma prófkjörið ásamt því að gera í framhaldinu tillögu að fullskipuðum framboðslista.

Í kjörnefnd sitja; Helena Kjartansdóttir, formaður, Erna Sigurðardóttir, Helgi Ármannsson, Íris Björk Sigurðardóttir, Hjalti Tómasson, Sólrún Helga Guðmundsdóttir og Erlendur Ingvarsson.