Sjálfstæðismenn í Reykjavík komu saman á Reykjavíkurþingi um helgina í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fram fara næsta vor. Reykjavíkurþing samþykkti almenna stjórnmálaályktun sem finna má hér, en síðar í vikunni verða birtar ályktanir einstakra nefnda Reykjavíkurþings. Þær eru:
- Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd
- Fjármálanefnd
- Menningar- og íþróttanefnd
- Umhverfis-, samgöngu- og skipulagsnefnd
- Skóla- og frístundanefnd
- Velferðar- og mannréttindanefnd
Reykjavíkurþingið var vel sótt af sjálfstæðismönnum á öllum aldri og úr öllum hverfum borgarinnar. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun koma hlaupandi inn í kosningabaráttuna 2026.

