13. nóvember 2025

Prófkjör í Mosfellsbæ 31. janúar nk.

Fjölmennur fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ haldinn í gær samþykkti einróma tillögu stjórnar um að haldið verði prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 16. maí á næsta ári.

Prófkjörið fer fram 31. janúar og hefur kjörnefnd verið skipuð og tekið til starfa.

Að loknu prófkjöri mun kjörnefnd koma með tillögu að röðun listans sem verður lögð fyrir fulltrúaráðið til samþykktar.

Nánari upplýsingar veitir formaður fulltrúaráðs

Páll Örn Líndal
GSM: 660-3365
pall.lindal@gmail.com