13. nóvember 2025

Prófkjör í Hafnarfirði 7. febrúar nk.

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði samþykkti á fundi sínum í gær að haldið verði prófkjör fyrir komandi sveitastjórnarkosningar á næsta ári.

Fundurinn var vel sóttur og mikill hugur er í sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði fyrir komandi kosningar.

Prófkjörið mun fara fram 7. febrúar 2026 og kosið verður um sex efstu sætin.

Að prófkjöri loknu mun kjörnefnd taka til starfa sem mun koma með tillögu að röðun listans sem svo verður lögð fyrir fulltrúaráðið til samþykktar.

Framboð skal senda kjörnefnd á hafnarfjordur@xd.is, framboðsfrestur rennur út 4. janúar 2026.