Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ ákvað á félagafundi sínum í gærkvöldi að halda leiðtogaprófkjör 31. janúar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Fundurinn var vel sóttur og mikil samstaða var um þessa leið.
Haldið verður leiðtogaprófkjör og svo mun uppstillingarnefnd koma með tillögu að frambjóðendum í 2.–22. sæti listans, sem síðan verður lögð fyrir fulltrúaráðið til samþykktar.
Yfirkjörstjórn mun á næstunni senda frá sér tilkynningu um fyrirkomulag leiðtogaprófkjörsins. Á fundinum var samþykkt að Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir yrði formaður yfirkjörstjórnar.
Á fundinum voru eftirfarandi einstaklingar skipaðir í uppstillingarnefnd:
- -Sigurgeir Rúnar
- Axel Jónsson
- Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir
- Hermann Helgason
- Anna Lydía Helgadóttir
- Guðni Ívar Guðmundsson
- Andri Örn Víðisson
Þau ykkar sem eru áhugasöm um að taka sæti á lista flokksins frá 2.-22. sæti listans geta haft beint samband við formann fulltrúaráðsins, Sigurgeir Rúnar Jóhannsson, og óskað eftir sæti á listanum eða komið með tillögur að einstaklingum sem ættu mögulega að skipa listann. Uppstillingarnefnd mun taka formlega til starfa að leiðtogaprófkjöri loknu, en þó er hægt að vera í sambandi við hana frá og með deginum í dag.
Hægt er að hafa samband við Sigurgeir Rúnar í síma 866-4282 eða með því að senda tölvupóst á geirij1@gmail.com.
Fulltrúaráðið vill að lokum koma á framfæri þökkum til Margrétar Sanders, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, sem hefur síðustu tvö kjörtímabil unnið óeigingjarnt starf í þágu bæjarbúa og flokksmanna. Hún hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri en að hún muni klára kjörtímabilið og vera flokknum til halds og trausts um ókomna tíð. Takk fyrir þín störf.

