Í samræmi við lög Fylkis er boðað til framhaldsaðalfundar FUS Fylkis á Ísafirði laugardaginn 1. nóvember klukkan 13:00 í Faktorshúsinu, Aðalstræti 42.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Skýrsla stjórnar.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
- Umræður um skýrslu og reikninga.
- Lagabreytingar.
- Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar.
- Kosning formanns.
- Kosning stjórnar og varastjórnar.
- Kosning aðalfulltrúa og varafulltrúa félagsins á aðalfund kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, samkvæmt skipulagsreglum flokksins að hverju sinni.
- Kosning tveggja endurskoðenda.
- Önnur mál
Athuga skal að í lögum félagsins er kveðið á um að kjósa skuli aðal- og varafulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins en var það gert á aðalfundi fyrr á þessu ári.
Framboð til formanns skulu berast fyrir lok dags 28. október en enginn tímafrestur er á framboðum til stjórnar. Framboð skulu berast formanni uppstillingarnefndar á netfangið Leifursteinng@gmail.com, en framboð til stjórnar má einnig lýsa yfir á aðalfundi.
Fyrir hönd stjórnar,
Einar Arnalds Kristjánsson



